Vorfundur Faxaflóahafna var haldinn í dag með hagaðilum til kynningar á skipulagi sumarsins í móttöku skemmtiferðaskipa. Framundan eru þó nokkrar breytingar, en tekist hefur að jafna álag við mótttöku gesta ásamt því að framkvæmdir við gerð nýrrar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna hafa verið hafnar. Framkvæmdirnar munu taka um tvö ár í heildina, en mikilvægi farþegamiðstöðvarinnar er óumdeilanlegt til að tryggja áframhaldandi gæði þjónustu við skiptifarþega sem eru gríðarlega mikilvægur ferðamannahópur, auk þess að stuðla að auknu öryggi við landamæri Íslands.