Hverjir hafa tekjur af farþegaskipum?

  • Ríkið: Fær skatttekjur í formi vitagjalda og tollafgreiðslugjalda
  • Hafnir: Tekjur af hafna- og þjónustugjöldum
  • Þjónustuaðilar: Eru þeir aðilar sem þjónusta skipin beint
  • Skipaumboðsmenn: Sjá um að þjónusta skipið, annast samskipti við hafnir, opinbera aðila og innlenda birgja
  • Ferðaþjónustuaðilar: Skipuleggja ferðir fyrir skipafélögin
  • Rútufyrirtæki og leiðsögumenn:  Koma ferðamönnum á leiðarenda undir leiðsögn
  • Birgjar: Sjá um aðföng um borð í skipin
  • Aðrir þjónustuaðilar: Viðgerðir á ýmiskonar búnaði,skemmtikraftar, sorphirða o.þ.h.

Árið 2018 var framkvæmd könnun á vegum GP Wild og niðurstöður sýna að heimsóknir farþegaskipa skiluðu 16,4 milljarða eftir sig hér á landi og um 920 heilsárs urðu  til. Mörg þessara starfa verða til á landsbyggðinni, sjá nánar fréttatilkynningu á heimasíðu Cruise Iceland varðandi efnahagsleg áhrif farþegaskipa á Ísland.

Eldsneyti 

Þann 1. janúar 2020 tók í gildi reglugerð um að brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti sem notað er hér á landi og í mengunarlögsögu Íslands má ekki vera meira 0,1% (m/m). Framangreint ber með sér að nú er tæplega mögulegt að nota svartolíu nema skip séu útbúin hreinsibúnaði og sá búnaður nægi til að brennisteinsinnihald fari ekki yfir 0,1%.

  • Umhverfisstofnun sér um allt eftirlit með að þessum reglum sé framfylgt við Ísland.
  • Þegar farþegaskip leggjast að bryggju í íslenskri höfn er slökkt á aðalvélum skipsins. Ljósavélarnar eru hins vegar áfram í gangi enda orkuþörfin mikil.
  • Öllum skipum við bryggju er skylt að nýta sér rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis ef það er mögulegt.
  • Það gildir auðvitað líka um stór skip eins og farþegaskip en dreifikerfi raforku eru því miður vanbúin til að veita slíka þjónustu enda kalla slík skip á háspennutengingar

Lofthreinsikerfi og úrgangur

  • Mörg farþegaskip eru með sérstakar síur til varnar því að sót berst út í andrúmsloftið.
  • Ný lofthreinsikerfi farþegaskipa hafa þá eiginleika að minnka losun brennisteinstvíoxíðs (So2) um 98 %.
  • Brennisteinstvíoxið (SO2) er algengt mengunarefni sem losnar út í umhverfið við brennslu á jarðefnaeldsneyti. Losun SO2 er langmest frá flugvélum, þar næst frá bílum en lang minnst frá skipum.
  • Sífellt fleiri farþegaskip eru útbúin sólarrafhlöðum til þess að draga úr þörfinni fyrir mengandi orkuframleiðslu.
  • Útgerðir farþegaskipa leggja metnað sinn í að skipin losi hvergi í heiminum ómeðhöndlað skólp.
  • Farþegaskip flokka allan sinn úrgang sem komið er til móttökuaðila í höfn.

Nýsköpun

  • Útgerðir farþegaskipa leggja áherslu á að endurnýja flota sinn samkvæmt bestu fáanlegri tækni.
  • Sú nýjung er komin að mörg hver farþegaskip eru knúin náttúrulegu gasi (LNG).
  • Útgerðirnar verja á annað hundrað milljörðum króna til að gera skipin umhverfisvænni, því það er orðin krafa hjá flestu löndum.
  • Spennandi möguleikar eru á að þróa nýja þjónustu og vörur fyrir farþegaskipin og gesti þeirra, auka fjölbreytni í framboði afþreyingar, skoðunarferða, hugbúnaðar og marvíslegra þjónustuþátta.
  • Þannig getur íslensk hugmyndaauðgi og nýsköpun stuðlað að enn frekari verðmæta sköpun og virðisauka þessarar ört vaxandi þjónustugreinar.

Leiðbeiningar fyrir ferðamenn

  • Þann 29. október 2018 varð Ísland hluti af starfsvæði AECO.
  • Association of Arctic Expedition Cruise Operators (AECO) eru alþjóðleg samtök rekstraraðila leiðangursfarþegaskipa og samstarfsaðila þeirra á norðurslóðum, sem helga sig umhverfisvænum, öruggum og tillitssömum rekstri skemmtiskipa. AECO hefur um 70 alþjóðlega meðlimi – þar á meðal eru 40 skiprekendur, eigendur og stjórnendur, og 50 leiðangursdarþegaskip – og er því í forsvari fyrir meirihluta þeirra sem stunda slíkan rekstur á norðurslóðum. Meðlimir AECO sigldu með alls 26.000 farþega til Svalbarða, Grænlands, Íslands, Kanada og Frans Jósefslands árið 2018. Cruise Iceland og North Atlantic Agency á Íslandi eru meðlimir í AECO.
  • Starfssvæði samtakanna nær yfir Svalbarða, Jan Mayen, Grænland, norðurhluta Kanada og norðurskautsþjóðgarðinn í Rússlandi, sem og Ísland frá árinu 2019.
  • Samtökin hafa sett saman fjölda reglna sem meðlimum þeirra er skylt að fylgja. Þar á meðal eru reglur er varða starfsemi, dýralíf, gesti, ákveðna staði og annað.
  • Árið 2019 voru gefnar út fyrstu AECO leiðbeiningarnar fyrir Seyðisfjörð.  Þær leiðbeiningar hafa verið unnar í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu. 
  • Umhverfisstofnun er þar að auki búin að gefa út leiðbeiningar fyrir Friðlandið á Hornströndum.  Hér má sjá tilmæli til ferðaþjónustuaðila.

Hvað eru farþegaskipa útgerðirnar að gera í umhverfismálum, sjá nánar hér: