Ný stjórn Cruise Iceland var skipuð á aðalfundi félagsins sl. miðvikudag en þá voru kosin í aðalstjórn þau Anna B. Gunnarsdóttir fyrir hönd Atlantik, Emma Kjartansdóttir fyrir hönd Iceland Travel, Íris Jóhannsdóttir fyrir hönd fyrir hönd Gáru, Jóhanna Tryggvadóttir fyrir hönd Hafnarsamlags Norðurlands og loks Sigurður Jökull Ólafsson fyrir hönd Faxaflóahafna.

Í varastjórn voru kjörin þau Aðalheiður Borgþórsdóttir fyrir hönd Hafna Múlaþings, Blængur Blængsson fyrir hönd Samskipa, Hafsteinn Garðarsson fyrir hönd Grundarfjarðarhafnar, Hilmar Lyngmo fyrir hönd Ísafjarðarhafnar og Unnur Elva Arnardóttir fyrir hönd Skeljungs.
Ný stjórn skipti með sér verkum og var Emma Kjartansdóttir, stjórnandi hjá Iceland Travel, kosin varaformaður og Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, formaður stjórnar.

Pétri Ólafssyni var þakkað framlag sitt til stjórnar en hann gaf ekki aftur kost á sér til stjórnar. Pétur hefur síðastliðin 20 ár verið í stjórn Cruise Iceland, þau síðustu sem stjórnarformaður. Hann hefur leitt mjög farsæla uppbyggingu og ýtt af stað nauðsynlegum breytingum á samtökunum og innan raða félaganna þegar ljóst varð að skemmtiferðaskip gætu orðið ein af styrkustu tekjustoðum ferðaþjónustunnar, sérstaklega á landsbyggðinni.

Á aðalfundinum bættust einnig inn fimm nýir félagar en það eru SDKGroup, Skeljungur, Marmiðlun, Vesturferðir og Markaðsmiðjan en fyrir eru Faxaflóahafnir, Fjallabyggð, Grundarfjarðarhöfn, Hafnarfjarðarhöfn, Hafnarsjóður Fjarðarbyggðar, Hafnasamlag Norðurlands, Hafnasjóður Norðurþings, Hafnir Múlaþings, Hafnir Ísafjarðarbæjar, Reykjaneshöfn, Skagastrandarhöfn, Stykkishólmshöfn, Sveitarfélagið Skagafjörður, Vestmannaeyjahöfn, Vesturbyggð, Þorlákshöfn, Atlantik, Iceland Travel, Arctic Adventures, Gára, Samskip, Nonni Travel, Norðurflug og Ekran.