Landinn er fróðlegur þáttur um lífið í landinu en þáttarstjórnendur eru þau Gísli Einarsson ritstjóri, Þórgunnur Oddsdóttir, Edda Sif Pálsdóttir og Halla Ólafsdóttir. Að venju er komið víða við og oft tekur Landinn fyrir umfjöllunarefni sem sjaldan sjást almennt í fjölmiðlum, í það minnsta með sama sjónarhorni og Landinn hefur.

Sunnudaginn 30. september sl. fjallaði Landinn um áhrif skemmtiferðaskipa á Grundarfjörð, einmitt á stórum skipadegi er þrjú skemmtiferðaskip voru í bænum þar sem íbúar eru að jafnaði í kringum 900.

Landinn fjallar um hvernig bæjarlífið glæddist og var farið yfir þær áskoranir sem felast í komu ferðamanna en sá punktur sem Cruise Iceland hefur haldið á lofti komst sterkt til skila, að þróunin verði að miða að ánægjulegri reynslu bæði gesta og bæjarfélags.

Hér má horfa á innslagið: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-10-02-skemmtiferdaskipin-audlind-likt-og-sildin-392906