Nýverið hlaut Iceland Travel, ásamt systurfyrirtækjum innan Travel Connect, Travelife-vottunina og eru þau jafnframt fyrstu og einu fyrirtækin á Íslandi til að hljóta umrædda vottun. Travelife-vottunin er mikilvæg viðurkenning sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hljóta sem haft sýnt fram á hollustu sína við umhverfið og ástunda samfélagslega ábyrgð í störfum sínum.

Viðurkenningin staðfestir skuldbindingu Iceland Travel við sjálfbærni og ábyrga ferðaþjónustu ásamt viðleitni þeirra til að lágmarka umhverfisfótspor sitt, stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu og styðja við samfélög á áfangastöðum þeirra. Travelife-vottunin endurspeglar einnig hollustu þeirra við að varðveita umhverfi og fegurð landsins.

Við hjá Cruise Iceland tökum þessum merkilega áfanga hjá Iceland Travel, sem er félagi í Cruise Iceland, fagnandi þar sem öll framtíðarþróun í ferðaþjónustunni þarf að verða á sjálfbærum grunni til að auðvelda Íslandi að skipta yfir í grænt hagkerfi. Þessi viðurkenning Iceland Travel sýnir að sjálfbærnivegferð ferðaþjónustunnar í kringum skemmtiferðaskipin er mikilvæg og sérstaklega á meðal fyrirtækja sem starfa í kringum komu skemmtiferðaskipa.